Áramótablogg

Jæja

Árið var mjög gott í heildina litið, og er ég nokkuð sátt með það, svona já allt nema frá september til desember.

Það byrjaði allt með þvi að ég átti afmæli þann 7.janúar, en ég hélt ekkert sérstaklega upp á það.

Ég djammaði mjög mikið fyrstu 8 mánuði ársins. Fór mikið niðri bæj, og nokkra tónleika, T.d. Dave spoon, Fedde Le grand, pál óskar, eurovision partýið hjá palla & fleira og fleira.

Ég byrjaði að vinna í skór.is í febrúar þangað til í ágúst, þegar ég flutti vestur til þess að fara að vinna á fimm fiskum í 3 vikur.
Sumar vinnan min var margvísleg, ég var að vinna hjá pabba í opal seafood. fínn vinnutími (7-15) var í því að merkja lax, svara í símann, keyra laxinn út, ganga frá nótum, búa til reikninga & fleira og fleira.

fór á Grundafjarðadaga & Danska daga, það voru einu útihátíðirnar, en ég var að vinna mikið um helgarnar í sumar. Kynntist Kolla í endan júní, og fór í ófá partýin til hans.

Fór í 2 brúðkaup í sumar, virkilega gaman.

Í endan ágúst byrja ég síðan á Café Aroma, ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf, búið að vera mjög gaman að vinna þarna.

Síðan í endan ágúst einnig, veikist elskulega amma mín, og enginn vissi hvað væri að, hún hafði einu sinni áður fengið flensu, en núna var eithvað meira að. Eftir heilann mánuð í rannsóknum og þvíumlíku, þá kom það í ljós að hún væri með illkynja krabbamein, sem hafði verið í nokkur ár, og það var búið að dreyfa sér um mörg líffæri og mörg bein. en amma var ein af þeim sem trúði ekki á lækna og verkja lyf, og fór því alldrei í neina skoðun.

Erfiðir tímar í óvissu voru framundan, ég flosnaði upp úr skóla eftir þetta, vegna vanlíðan hjá mér.
Ég heimsótti hana oft á dag, og var hjá henni oft allan daginn.

síðan var hún flutt vestur á sjúkrahús í byrjun nóvember, og ég fór til hennar daginn eftir það, úr því að systir mömmu þurfti að fara. Svo að amma yrði ekki ein. ég fór með hana heim til sín, og við áttum þægilega og notalega stund saman, áður en ég fór með hana á sjúkrahúsið, þennan dag var hún mjög hress. En þetta var hennar síðasti dagur sem hún gat labbað og talað alminnilega.

En lífið hélt sinn vanagang, ég vann og vann og vann, á milli þess sem ég svaf.

síðan í byrjun desember, þá er amma orðin mjög svo veik, þannig að ég fer vestur, og tala við hana, á meðan hún hafði rænu, og kvaddi hana ´þá í hinnsta sinn.

5 dögum fyrir jól, þá deyr hún. Jólin komu ekki mikið þetta árið, en ég er samt þakklát fyrir það að hún hafi ekki þurft að kveljast.

ég fór síðan 22.des, vestur svo ég gæti skreytt húsið hennar og afa, og bakað svo jólin gætu nú komið, en fjölskyldan varði jólunum fyrir vestan.

ég fór í jarðaför og kistulagningu dagana 28-29 des. erfiðustu dagar lífs míns.

áramótin taka við á morgun, og er ég óviss hvað ég ætla að gera, er jafn vel að spá í því að vera edrú, og jafna mig og eyða tíma með fjölskyldunni.

 

Í heildina litið , þá var þetta mjög gott ár, og á ég eftir að læra mikið af því. ég þroskaðist mjög mikið á árinu.
Ég kynnsist fullt af skemmtilegu fólki, hef meira samband við suma en aðra.

En áramótaheitið mitt , eru tvö, að bæta mig í samskiptum, þá hætta allri kaldhæðni & hætta að reykja.

 

en ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, er mjög þreytt eftir langan vinnu dag, kom heim fyrir korteri =)

 Bið guð og englana að vaka yfir öllum

Gleðilegt nýtt ár, megi það næsta vera enn betra

 Áramóta kveðja.

Rakel Lind60697483_3547cbd009_o


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjh ástin mín þetta var fallegt blogg hjá þér:), en þú klikkaðir alveg á að koma til mín áður en þú fórst suður:O það verður bara að bíða betri tíma:D

elska þiig;*:)

Fanney:) (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband