Tár, bros & ?

Halló :P

 Jæja, nýja árið byrjar bara vel.

Ég fór eins og fyrr sagði á Vegamót á föstudaginn með staffinu á Aroma . Mjög gaman, fengum góðan mat, og mjög fína drykki haha . Ég tók síðan bara taxa heim um 3 leitið, vegna drykkju.

En síðan vinna í gærkvöld/nótt. og vann siðan aftur í kvöld. komin í 1 dags frí. vinna og síðan á ég afmæli á miðvikudaginn.  sjálfræðisaldurinn, það er ekki verra.

Hef lítið verið að fylgjast með fréttum síðan síðast, auðvitað er þessi kreppu umræða svo sem ennþá yfir hæðstu hæðum, en það eru allir hættir að nenna að fylgjast með henni.

Ég hef bara verið að velta því fyrir mér hvernig þetta verður allt saman ? margir missa vinnuna, hafa ekki einu sinni efni á því að hafa börnin sín á leikskóla. á meðan þessir bankahöfðingjar þarna sleppa með skrekkinn ?
Á ekkert að gera í þessu með þá, sækja þá til saka? þessir menn , t.d. Hreiðar Már, með yfir 40 milljónir á mánuði ? og ábyggilega búinn að stinga fleira féi undan, allt peningar landsmanna.

annars eru þetta bara Tár , Bros & Kreppuvesen.

Kem með eithvað viturlegra þegar ég hef náð að fylgjast meira með

-Rakel Lind


Gleðilegt nýtt ár

Nú er nýtt ár gengið í garð, með tilheyrandi herlegheitum.

Jólahátíðin fer að renna sitt skeið næstu daga, ja fegin er ég, finnst þetta ekkert spes tími, eða allaegana ekki þessi jól.

Á gamlárskvöld og aðfaranótt gamlársdag, þá gat ég ekki beðið eftir því að þetta flugelda dót myndi hætta. finnst mér þetta vera eintóm peningasóun.  Ég veit ég hljóma eins og þvílíkur fílupúki, en það er svo margt annað hægt að gera við þessa peninga, t.d. gefa til góðra málefna.

Ég fagnaði nýja árinu edrú. Mjög stolt af mér þar.
sótti Sollu um 2 leitið og við skelltum okkur í partý í kópavoginum, og síðan í eithvað svaka dansteiti í Hafnarfirðinum. Vorum mikið á flakkinu, fórum m.a. vestur í bæ að sækja Hildi vinkonu hennar, og skutlaði ég þá þeim niðri miðbæ.

Ég kíkti þa bara heim um 4 leitið, en stoppaði stutt, og fór að skutla Rannveigu heim, sótti Sollu síðan og skutlaði henni heim =).  Síðan sótti ég Arnór og við fórum heim til hans, ég kom síðan heim um 9 leitið held ég :)

Fínustu áramót, og svaf ég til 6 á nýjársdag.

svo á eftir, þá ætla ég að fara í kringluna og kíkja mér á einhver föt fyrir kvöldið, svo er staffafundur kl 3, og staffadjamm á Vegamótum kl 8. þetta verður vonandi mjög gaman og hlakka ég mikið til.

ætla að taka með mér myndavélina til þess að skella myndum inná :)

 

Hvað er annars málið með þessa blessuðu mótmælendur?  Mér finnst þessi svokallaða reiði í garð stjórnvalda einum of.  Vissulega gerðu þeir rangt, en þeir eru á fullu að reyna að bæta fyrir mistökin. Mér finnst fólk vera að horfa of mikið á það slæma heldur en björtuhliðarnar.

Þegar að fólk horfir aðeins á neikvæðu hlutina þá að sjálfsögðu fyllist það reiði.

En þessi innrás á Hótel Borg finnst mér fyrir neðan allar hellur. Þeir voru í fyrsta lagi ekki að skemma sjónvarpsþátt, þeir voru að ráðast á saklausa tæknimenn og skemma fyrir þeim.  Mér fannst þessi friðsamlegu mótmæli, þar sem það voru ræður og fólk stóð saman, í sjálfusér mjög flott framtak. En þegar fólk er farið að grýta eggjum , og ráðast að stjórnvöldum, og hvað þá blásaklausum tækni mönnum, þá er þetta komið út í öfgar.

Annars leiðist mér þessi kreppu umræða, og allt sem henni fylgir. Ég reyni alldrei að horfa á fréttir, vegna þess að það er allaf það sama, og búið að vera það sama síðan þetta bankahrun varð.

  En ég held ég hafi þetta ekki lengra, elskið friðin og strjúkið kviðinn.

Gleðilegt ár öll sömul.

sé að margir kíkji hérna inn á dag, en lítið sé ég af kommentum =) verið duglegri :D

- Rakel Lind


Áramótablogg

Jæja

Árið var mjög gott í heildina litið, og er ég nokkuð sátt með það, svona já allt nema frá september til desember.

Það byrjaði allt með þvi að ég átti afmæli þann 7.janúar, en ég hélt ekkert sérstaklega upp á það.

Ég djammaði mjög mikið fyrstu 8 mánuði ársins. Fór mikið niðri bæj, og nokkra tónleika, T.d. Dave spoon, Fedde Le grand, pál óskar, eurovision partýið hjá palla & fleira og fleira.

Ég byrjaði að vinna í skór.is í febrúar þangað til í ágúst, þegar ég flutti vestur til þess að fara að vinna á fimm fiskum í 3 vikur.
Sumar vinnan min var margvísleg, ég var að vinna hjá pabba í opal seafood. fínn vinnutími (7-15) var í því að merkja lax, svara í símann, keyra laxinn út, ganga frá nótum, búa til reikninga & fleira og fleira.

fór á Grundafjarðadaga & Danska daga, það voru einu útihátíðirnar, en ég var að vinna mikið um helgarnar í sumar. Kynntist Kolla í endan júní, og fór í ófá partýin til hans.

Fór í 2 brúðkaup í sumar, virkilega gaman.

Í endan ágúst byrja ég síðan á Café Aroma, ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf, búið að vera mjög gaman að vinna þarna.

Síðan í endan ágúst einnig, veikist elskulega amma mín, og enginn vissi hvað væri að, hún hafði einu sinni áður fengið flensu, en núna var eithvað meira að. Eftir heilann mánuð í rannsóknum og þvíumlíku, þá kom það í ljós að hún væri með illkynja krabbamein, sem hafði verið í nokkur ár, og það var búið að dreyfa sér um mörg líffæri og mörg bein. en amma var ein af þeim sem trúði ekki á lækna og verkja lyf, og fór því alldrei í neina skoðun.

Erfiðir tímar í óvissu voru framundan, ég flosnaði upp úr skóla eftir þetta, vegna vanlíðan hjá mér.
Ég heimsótti hana oft á dag, og var hjá henni oft allan daginn.

síðan var hún flutt vestur á sjúkrahús í byrjun nóvember, og ég fór til hennar daginn eftir það, úr því að systir mömmu þurfti að fara. Svo að amma yrði ekki ein. ég fór með hana heim til sín, og við áttum þægilega og notalega stund saman, áður en ég fór með hana á sjúkrahúsið, þennan dag var hún mjög hress. En þetta var hennar síðasti dagur sem hún gat labbað og talað alminnilega.

En lífið hélt sinn vanagang, ég vann og vann og vann, á milli þess sem ég svaf.

síðan í byrjun desember, þá er amma orðin mjög svo veik, þannig að ég fer vestur, og tala við hana, á meðan hún hafði rænu, og kvaddi hana ´þá í hinnsta sinn.

5 dögum fyrir jól, þá deyr hún. Jólin komu ekki mikið þetta árið, en ég er samt þakklát fyrir það að hún hafi ekki þurft að kveljast.

ég fór síðan 22.des, vestur svo ég gæti skreytt húsið hennar og afa, og bakað svo jólin gætu nú komið, en fjölskyldan varði jólunum fyrir vestan.

ég fór í jarðaför og kistulagningu dagana 28-29 des. erfiðustu dagar lífs míns.

áramótin taka við á morgun, og er ég óviss hvað ég ætla að gera, er jafn vel að spá í því að vera edrú, og jafna mig og eyða tíma með fjölskyldunni.

 

Í heildina litið , þá var þetta mjög gott ár, og á ég eftir að læra mikið af því. ég þroskaðist mjög mikið á árinu.
Ég kynnsist fullt af skemmtilegu fólki, hef meira samband við suma en aðra.

En áramótaheitið mitt , eru tvö, að bæta mig í samskiptum, þá hætta allri kaldhæðni & hætta að reykja.

 

en ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, er mjög þreytt eftir langan vinnu dag, kom heim fyrir korteri =)

 Bið guð og englana að vaka yfir öllum

Gleðilegt nýtt ár, megi það næsta vera enn betra

 Áramóta kveðja.

Rakel Lind60697483_3547cbd009_o


Upphafsblogg

Góða kvöldið já eða nótt.

Ég

ég ákvað að byrja með smá blogg,, orðið allt of langt um liðið síðan ég bloggaði að viti.

Hér mun ég skrifa það sem mér býr í brjósti hverju sinni.

Fyrsta bloggið ætla ég að tileinka  ömmu minni heitinni, sem var jarðsungin í dag.

 

Þessi dagur er búinn að taka mikið á, sem og dagurinn í gær, en kistulagningin var í gær. Athöfnin  var falleg og frábært að sjá hversu mikið af fólki kom. Talið um 350 manns hafi komið. En elsku amma mín var jarðsungin hérna í Stykkishólmskirkju.  Við barnabörnin héldum á kistunni uppi í kirkjugarði, ég hélt að það yrði erfiðara, sérstaklega vegna þess hversu mikill kuldi var, en mér var allveg sama um kuldan þannig séð, ég hafði það bara fyrir stafni að kveðja ömmu mína með reisn.
Mig langar til þess að setja minningargreinina  sem ég sendi í morgunblaðið ásamt ljóði.

Elsku amma mín, seint hélt ég, að til þess kæmi að ég myndi skrifa minningargrein um þig.  En nú ert þú fallin frá elsku besta vinkona mín. Það eru einungis fögur orð sem lýsa þessum góða engli, sem amma mín var.  Hún var klettur allra, hún hjálpaði  öllum, og þar á meðal mér mikið. Alltaf gat ég leitað til hennar með mín vandamál, og hún öfugt.  Ég bjó hjá þér og afa í tæpt ár, þið buðuð mig velkomin inn á heimilli ykkar og leið mér vel hjá ykkur. Því þú elskan mín, umvafði mig með hlýju, ást og umhyggju. Þegar ég fór út á kvöldin, þá vaktir þú alltaf eftir mér, og við spjölluðum lengi lengi, þangað til ég var svefni nær. Við deildum öllu, allt sem mér bjó í brjósti það sagði ég þér, alltaf hafðir þú ráð við öllu.  Þú mynntir mig mikið á í seinni tíð hvernig ég hefði verið þegar ég var yngri, og ég man hvað þú ljómaðir alltaf þegar þú talaðir um mig . Þú sagðist aldrei gleyma því hvernig ég flaug í fangið á þér eins og fiðrildi, þegar ég hafði ekki séð þig í rúmlega mánuð.Þú varst alltaf reglusöm og pjöttuð, þú vildir alltaf hafa snyrtilegt í kring um þig. Þú helgaðir þínu lífi í að fegra heiminn, hvort sem er með sköpun eða ást. Til var ekki betri manneskja en elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín sárt, þú átt stóran bita í hjarta mínu. Það sem þú hefur kennt mér mun ég ávallt muna, því eins og þú sagðir “viska verður aldrei tekin af þér”. Þú barðist fyrir þínu og dóst ekki ráðalaus.  Ótrúlegt hvað þróttur þinn og þolinmæði var mikil. Hvíldu í friði elsku besta amma mín, megi englarnir og guð taka vel á móti þér, ég passa nöfnu þína og Aron, eins og þú baðst mig um.  Ást þín lifir í hjarta mínu. Þín Rakel Lind 

Nú runnin er upp stund,
 Að kveðja engil
Guð hefur kallað hann á sinn fund
En gleymir að senda staðgengil. 

Ást, umhyggja og kærleikur
Er það sem þér lýsir best
En það er einungis forleikur
Á því sem kemur næst 

Tryggð, ástríða og hamingja
Þú stráðir á þitt lífsbeð
nú kirkjuklukkur klingja
og þá ég þig kveð. 

 Höf. Rakel Lind Svansdóttir.

ég er mjög sátt við útkomuna á þessari grein, og ég er viss um að amma hafi líkað hún.

Annars þakka ég fyrir allan hlýhug og auðsýnda alúð á síðustu dögum.

Yfir í annað, en ég fer suður á morgun, og fer að vinna síðan annað kvöld.  Mikið óskaplega hlakkar mig til að komast heim, ég bara get ekki beðið.
Síðan er árið að renna sitt skeið, og áramótin taka við með allri sinni dýrð.  Ég ætla mér ekki að kaupa einn einasta flugeld, mér hefur alldrei þótt gaman að sprengja þessar sprengjur. En vissulega er maður að styrkja gott málefni, þannig að ég hvet alla til þess að styrkja björgunnarsveitirnar og versla flugeldana hjá þeim.

k.f

ég ætla að hafa þetta bara stutt í bili.

verið dugleg að kommenta.

kv. Rakel Lind

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband