30.12.2008 | 05:24
Upphafsblogg
Góða kvöldið já eða nótt.
ég ákvað að byrja með smá blogg,, orðið allt of langt um liðið síðan ég bloggaði að viti.
Hér mun ég skrifa það sem mér býr í brjósti hverju sinni.
Fyrsta bloggið ætla ég að tileinka ömmu minni heitinni, sem var jarðsungin í dag.
Þessi dagur er búinn að taka mikið á, sem og dagurinn í gær, en kistulagningin var í gær. Athöfnin var falleg og frábært að sjá hversu mikið af fólki kom. Talið um 350 manns hafi komið. En elsku amma mín var jarðsungin hérna í Stykkishólmskirkju. Við barnabörnin héldum á kistunni uppi í kirkjugarði, ég hélt að það yrði erfiðara, sérstaklega vegna þess hversu mikill kuldi var, en mér var allveg sama um kuldan þannig séð, ég hafði það bara fyrir stafni að kveðja ömmu mína með reisn.
Mig langar til þess að setja minningargreinina sem ég sendi í morgunblaðið ásamt ljóði.
Elsku amma mín, seint hélt ég, að til þess kæmi að ég myndi skrifa minningargrein um þig. En nú ert þú fallin frá elsku besta vinkona mín. Það eru einungis fögur orð sem lýsa þessum góða engli, sem amma mín var. Hún var klettur allra, hún hjálpaði öllum, og þar á meðal mér mikið. Alltaf gat ég leitað til hennar með mín vandamál, og hún öfugt. Ég bjó hjá þér og afa í tæpt ár, þið buðuð mig velkomin inn á heimilli ykkar og leið mér vel hjá ykkur. Því þú elskan mín, umvafði mig með hlýju, ást og umhyggju. Þegar ég fór út á kvöldin, þá vaktir þú alltaf eftir mér, og við spjölluðum lengi lengi, þangað til ég var svefni nær. Við deildum öllu, allt sem mér bjó í brjósti það sagði ég þér, alltaf hafðir þú ráð við öllu. Þú mynntir mig mikið á í seinni tíð hvernig ég hefði verið þegar ég var yngri, og ég man hvað þú ljómaðir alltaf þegar þú talaðir um mig . Þú sagðist aldrei gleyma því hvernig ég flaug í fangið á þér eins og fiðrildi, þegar ég hafði ekki séð þig í rúmlega mánuð.Þú varst alltaf reglusöm og pjöttuð, þú vildir alltaf hafa snyrtilegt í kring um þig. Þú helgaðir þínu lífi í að fegra heiminn, hvort sem er með sköpun eða ást. Til var ekki betri manneskja en elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín sárt, þú átt stóran bita í hjarta mínu. Það sem þú hefur kennt mér mun ég ávallt muna, því eins og þú sagðir viska verður aldrei tekin af þér. Þú barðist fyrir þínu og dóst ekki ráðalaus. Ótrúlegt hvað þróttur þinn og þolinmæði var mikil. Hvíldu í friði elsku besta amma mín, megi englarnir og guð taka vel á móti þér, ég passa nöfnu þína og Aron, eins og þú baðst mig um. Ást þín lifir í hjarta mínu. Þín Rakel Lind
Nú runnin er upp stund,
Að kveðja engil
Guð hefur kallað hann á sinn fund
En gleymir að senda staðgengil.
Ást, umhyggja og kærleikur
Er það sem þér lýsir best
En það er einungis forleikur
Á því sem kemur næst
Tryggð, ástríða og hamingja
Þú stráðir á þitt lífsbeð
nú kirkjuklukkur klingja
og þá ég þig kveð.
Höf. Rakel Lind Svansdóttir.
ég er mjög sátt við útkomuna á þessari grein, og ég er viss um að amma hafi líkað hún.
Annars þakka ég fyrir allan hlýhug og auðsýnda alúð á síðustu dögum.
Yfir í annað, en ég fer suður á morgun, og fer að vinna síðan annað kvöld. Mikið óskaplega hlakkar mig til að komast heim, ég bara get ekki beðið.
Síðan er árið að renna sitt skeið, og áramótin taka við með allri sinni dýrð. Ég ætla mér ekki að kaupa einn einasta flugeld, mér hefur alldrei þótt gaman að sprengja þessar sprengjur. En vissulega er maður að styrkja gott málefni, þannig að ég hvet alla til þess að styrkja björgunnarsveitirnar og versla flugeldana hjá þeim.
ég ætla að hafa þetta bara stutt í bili.
verið dugleg að kommenta.
kv. Rakel Lind
Athugasemdir
Bæði greinin og ljoðið var rosalega fallegt :*
Be strong my love:*
annars er eg ánægð að þú ert komin með blogg!:D Knús ;*
April Harpa Smáradóttir, 30.12.2008 kl. 15:09
Þetta er fallegt Guð/Jesús blessi þig í sorg
Gleðileg ár
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 30.12.2008 kl. 18:20
Þetta var mjög fallegt hjá þér elskan min :*
love u
Birna Margrét :* (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.