Gleðilegt nýtt ár

Nú er nýtt ár gengið í garð, með tilheyrandi herlegheitum.

Jólahátíðin fer að renna sitt skeið næstu daga, ja fegin er ég, finnst þetta ekkert spes tími, eða allaegana ekki þessi jól.

Á gamlárskvöld og aðfaranótt gamlársdag, þá gat ég ekki beðið eftir því að þetta flugelda dót myndi hætta. finnst mér þetta vera eintóm peningasóun.  Ég veit ég hljóma eins og þvílíkur fílupúki, en það er svo margt annað hægt að gera við þessa peninga, t.d. gefa til góðra málefna.

Ég fagnaði nýja árinu edrú. Mjög stolt af mér þar.
sótti Sollu um 2 leitið og við skelltum okkur í partý í kópavoginum, og síðan í eithvað svaka dansteiti í Hafnarfirðinum. Vorum mikið á flakkinu, fórum m.a. vestur í bæ að sækja Hildi vinkonu hennar, og skutlaði ég þá þeim niðri miðbæ.

Ég kíkti þa bara heim um 4 leitið, en stoppaði stutt, og fór að skutla Rannveigu heim, sótti Sollu síðan og skutlaði henni heim =).  Síðan sótti ég Arnór og við fórum heim til hans, ég kom síðan heim um 9 leitið held ég :)

Fínustu áramót, og svaf ég til 6 á nýjársdag.

svo á eftir, þá ætla ég að fara í kringluna og kíkja mér á einhver föt fyrir kvöldið, svo er staffafundur kl 3, og staffadjamm á Vegamótum kl 8. þetta verður vonandi mjög gaman og hlakka ég mikið til.

ætla að taka með mér myndavélina til þess að skella myndum inná :)

 

Hvað er annars málið með þessa blessuðu mótmælendur?  Mér finnst þessi svokallaða reiði í garð stjórnvalda einum of.  Vissulega gerðu þeir rangt, en þeir eru á fullu að reyna að bæta fyrir mistökin. Mér finnst fólk vera að horfa of mikið á það slæma heldur en björtuhliðarnar.

Þegar að fólk horfir aðeins á neikvæðu hlutina þá að sjálfsögðu fyllist það reiði.

En þessi innrás á Hótel Borg finnst mér fyrir neðan allar hellur. Þeir voru í fyrsta lagi ekki að skemma sjónvarpsþátt, þeir voru að ráðast á saklausa tæknimenn og skemma fyrir þeim.  Mér fannst þessi friðsamlegu mótmæli, þar sem það voru ræður og fólk stóð saman, í sjálfusér mjög flott framtak. En þegar fólk er farið að grýta eggjum , og ráðast að stjórnvöldum, og hvað þá blásaklausum tækni mönnum, þá er þetta komið út í öfgar.

Annars leiðist mér þessi kreppu umræða, og allt sem henni fylgir. Ég reyni alldrei að horfa á fréttir, vegna þess að það er allaf það sama, og búið að vera það sama síðan þetta bankahrun varð.

  En ég held ég hafi þetta ekki lengra, elskið friðin og strjúkið kviðinn.

Gleðilegt ár öll sömul.

sé að margir kíkji hérna inn á dag, en lítið sé ég af kommentum =) verið duglegri :D

- Rakel Lind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk fyrir að vera bloggvinur

Gleðileg ár

Kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.1.2009 kl. 14:22

2 identicon

er svo alveg veeel sammála þér Rakel mín með að ráðast á þessa blááa saklausu tæknimenn sem hafa ekki gert neitt rangt nema miða fréttum til fólksins! en er einnig kominn með uppí kok af þessu krepputalið, veit að þetta er mikilvægt og slæmt ástand en maður nennir ekki að heyra alltaf um þessa kreppu á hverjum einsta degi! eins og skaupið var eiginlega bara kreppan :D en vertu dugleg að blogga,, gaman að fylgjast með sæta mín :D

Ester (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband